Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 10:01 Leikmenn Chicago Bulls eyddu nóttinni í eltingaleik við Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors. Stacy Revere/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira