Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur, fann sig ekki og fór í förðun Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2022 10:30 Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. Sif Bachmann er 33 ára gift móðir sem vildi snemma hvað hún vildi í lífinu. Hún fór í Versló og þaðan lá leiðin í sálfræðina. Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Förðun Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Eftir fimm ára nám og ár í starfi komst hún að því að umhverfið veitti henni ekki gleði. Eftir að hafa hugsað sig vel um fór hún í förðunarfræði og aldrei verið glaðari. Sif tók fimm ára sálfræðinám og stundaði síðan masternám í réttarsálfræði í eitt ár í Glasgow. Sindri Sindrason ræddi við Sif í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti voðalega lítið eftir fyrir dóttur mína, manninn minn og fyrir sjálfan mig,“ segir Sif þegar hún ræðir um starfið í sálfræðinni. Þurfti eitthvað annað „Þá fór ég í þessar pælingar, ef ég er ekki að lifa þessu lífi fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína, fyrir hvern þá? Ég fór að hugsa þá að ég finn að ég er ekki hamingjusöm og þetta er ekki að gefa mér nóg. Ég fann bara að ég þurfti eitthvað annað.“ Sif segir að í gegnum tíðina hafi hún verið með annan fótinn í viðburðarbransanum, öðru hvoru frá 2008. Sif segist hafa fengið mikinn stuðning frá maka. „Ég þekkti þetta umhverfi og það hefur alltaf heillað mig svo mikið og gefið mér svo mikla gleði. Af hverju er það svo mikils ætlast að líða vel í vinnunni og hlakka til að mæta í vinnuna og líða eins og þú sért bara ekki í vinnunni. Ég fór að hafa samband við fólk í þessum bransa. Ég gerði ýmislegt og sá meðal annars um veitingar fyrir 66 norður fyrir tökur með Ara Magg ljósmyndara og fannst það æðislegt og mig langaði bara að vera í þessu umhverfi og var alveg sama hvað ég var að gera.“ Alveg sama hvar ég myndi vinna Hún segir að það hafi verið mikill léttir að taka þessa ákvörðun að breyta um starfsvettvang. „Það var mjög erfitt fyrst og ég átti samtal við manninn minn. Ég er ofboðslega lánsöm að eiga maka sem styður svona við mig. Hann sagðist vera alveg sama við hvað ég vinn, bara að ég væri hamingjusöm.“ Sif skráði sig í förðunarfræðinám í Make up Studio Hörpu Kára. „Ég sé sko ekki eftir því. Þetta eru átta vikur og diplómanám og ofboðslega mikið sem þú lærir á stuttum tíma. Harpa Kára er náttúrulega algjör snillingur og ofboðslegur stuðningur sem hún sýndir mér og ég fékk mikla hvatningu frá henni.“ Sif hefur nú unnið sem förðunarfræðingur í hálft ár. „Þetta hefur verið rosalega skemmtilegur tími, ofboðslegur léttir og enginn kvöð.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Förðun Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira