Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 20:01 Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara. vísir/magnús hlynur Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“ Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“
Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira