Innlent

Verk­fall væri sér­kenni­legt út­spil kennara í heims­far­aldri

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara.
Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara. vísir/magnús hlynur

Grunn­skóla­kennarar kol­felldu nýjan kjara­samning við sveitar­fé­lögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkis­sátta­semjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. For­maður stjórnar Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga (SÍS) er undrandi yfir málinu.

Grunn­skóla­kennarar hafa í lang­flestum til­vikum við kjara­við­ræður síðustu ára fellt kjara­samning sem samninga­nefnd fé­lagsins hafði undir­ritað á ein­hverjum tíma­punkti við­ræðnanna.

At­kvæða­greiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niður­staðan sannar­lega af­gerandi. Að­eins fjórðungur þeirra sem greiddu at­kvæði vildu sam­þykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum.

Samningurinn byggir á lífs­kjara­samningunum, með sam­bæri­legum launa­hækkunum og eru boðaðar í honum.

Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings

Sam­tök ís­lenskra sveitar­fé­laga furða sig á þessari niður­stöðu.

„Og þegar kjara­samningar eru undir­ritaðir þá á maður náttúru­lega von á að um samninginn ríki sátt og á­nægja og að samninga­nefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði sam­þykktur. Mér finnst þetta sér­kenni­legt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á ó­vart,“ segir Al­dís Haf­steins­dóttir, for­maður stjórnar SÍS.

Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkis­sátta­semjara til að finna sam­eigin­lega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið.

„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á á­kvæði lífs­kjara­samningsins sem að allar aðrar starfs­stéttir í landinu hafa fengið,“ segir Al­dís.

Það er nú Fé­lags grunn­skóla­kennara að átta sig á því hvort ein­hverja leið að samningi sé að finna.

Annars gætu fé­lags­menn viljað kjósa um mögu­legt verk­fall. Al­dís vonar auð­vitað að til þess komi ekki.

„Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast á­standið í sam­fé­laginu - við erum á neyðar­stigi Al­manna­varna í verstu efna­hags­lægð sögunnar. Það er heims­far­aldur in­flúensu. Og það væri afar sér­kenni­legt út­spil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verk­fall núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×