Þá verður rætt við umboðsmann barna sem beindi því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að standa betur að sýnatöku barna.
Við höldum okkur á Suðurnesjum og ræðum við forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem segir engan vilja fyrir því meðal íbúa bæjarins að kísilverið í Helguvík verði endurræst.
Einnig verður rætt við Guðmund Árna Stefánsson fyrrverandi ráðherra, sendiherra og bæjarstjóra í Hafnarfirði sem hefur boðað endurkomu í bæjarmálapólitíkina.