Boris á hálum ís Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson, forsætisráðherra Breltands, á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54
Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28