Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. „Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
„Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira