Djokovic braut sóttvarnarreglur: Baðst afsökunar en talar um mannleg mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 08:30 Novak Djokovic á æfingu í Ástralíu þar sem hann er nú að undirbúa sig undir Opna ástralska meistaramótið. Getty/TPN Novak Djokovic viðurkenndi mistök við skráningu upplýsinga við komu sína til Ástralíu en í gær kom það fram í áströlskum fjölmiðlum að hann hafði ekki sagt rétt frá um ferðalag sitt til Spánar fyrir komu sína til Ástralíu. Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole) Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Djokovic sendi frá sér yfirlýsingu á meðan hann var að spila æfingaleik á móti tvítugum áströlskum tennisspilara. Dómstóll hafði úrskurðað Djokovic í hag og endurkallað vegabréfsáritun hans eftir að vegabréfaeftirlit Ástrala neitaði að hleypa honum inn í landið og lét hann dúsa á farsóttarhóteli yfir eina helgi. Novak Djokovic admits breaching isolation rules while Covid positivehttps://t.co/hOXjTthfJ8— BBC News (World) (@BBCWorld) January 12, 2022 Djokovic er ekki bólusettur og óbólusettir útlendingar mega ekki koma inn í landið. Serbneska tennisstjarnan fékk undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Dómstóll tók þá skýringu gilda og hleypti Djokovic inn í landið. Djokovic setti yfirlýsingu sína inn að Instagram og sagði vangaveltur um lygar og annað slíkt mjög særandi fyrir sig. Hann sagðist vilja koma málunum á hreinu og að réttar upplýsingar væru á borðinu. Djokovic hafði tekið hraðpróf dagana áður en hann fékk jákvæða prófið. Prófin tók hann til að gæta ítrustu varkárni af því að hann var einkennalaus. Hann baðst líka afsökunar á því að hafa brotið reglur um einangrun eftir að hann smitaðist þegar hann hitti blaðamann tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri smitaður. Það gerðist í Serbíu en hann gaf ekki upp réttar upplýsingar við komuna til Ástralíu. I m pleased and grateful that the Judge overturned my visa cancellation. Despite all that has happened,I want to stay and try to compete @AustralianOpen I remain focused on that. I flew here to play at one of the most important events we have in front of the amazing fans. pic.twitter.com/iJVbMfQ037— Novak Djokovic (@DjokerNole) January 10, 2022 Serbinn átti að láta að vita hvort að hann hefði farið til annars lands tveimur vikum fyrir ferðlag sitt og það hafði sést til hans bæði á Spáni og í Serbíu á þeim tíma. Djokovic sagði að teymi hans hafi sent inn eyðublaðið fyrir sína hönd og merkt í vitlausan kassa yfir ferðalög fjórtán dögum fyrir komuna til Ástralíu. „Þetta voru mannleg mistök og ekki gert viljandi. Teymi mitt hefur gefið áströlskum yfirvöldum upp viðbótarupplýsingar til að koma þessu á hreint,“ skrifaði Djokovic. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu getur enn afturkallað landvistarleyfi Djokovic en Opna ástralska meistaramótið hefst á mánudaginn í næstu viku. View this post on Instagram A post shared by Novak Djokovic (@djokernole)
Tennis Serbía Ástralía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira