Áströlsk stjórnvöld kanna hvort Djokovic hafi verið að ljúga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 08:00 Novak Djokovic fagna sigri í gær en er stríðið er samt ekki unnið. EPA-EFE/Alessandro Di Marco Ástralska ríkisstjórnin er ekki búin að gefast upp í baráttunni sinni við að koma tennisstjörnunni Novak Djokovic úr landi. Dómstóll dæmdi Djokovic í gær og hann fékk því inngöngu í landið eftir að hafa dúsað á farsóttarhóteli í marga daga. Djokovic er kominn til Ástralíu til að keppa á Opna ástralska risamótinu sem hann getur unnið fjórða árið í röð. Federal government looking into whether Djokovic lied on travel form | @Gallo_Ways https://t.co/Y3ypJiOp98— The Sydney Morning Herald (@smh) January 11, 2022 Djokovic komst hjá bólusetningu á sérstakri undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Það kom fram fyrir dómstólum. Það virðist þó vera að Djokovic hafi ekki sagt satt frá í umsókn sinni við komuna til Ástralíu. Ástralsk stjórnvöld kanna nú hvort að Djokovic hafi gefið upp rangar upplýsingar þegar hann fyllti út skýrsluna við komu sína til landsins. Sydney Morning Herald segir frá því að Djokovic hafi sett nei við spurninguna um það hvort að hann hefði ferðast eitthvað fjórtán dögum fyrir ferðalag sitt til Ástralíu 6. janúar síðastliðinn. Það er ekki satt því Djokovic ferðaðist frá Belgrad til Spánar á þessum tíma. Það er ólöglegt að gefa upp rangar upplýsingar og þetta gæti orðið til þess að honum verði hreinlega vísað úr landi. Það er nú undir innflytjendaráðherranum Alex Hawke á ákveða hvort að senda Djokovic heim áður en hann getur tekið þátt í Opna ástralska risamótinu. Tennis Ástralía Tengdar fréttir Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00 Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Dómstóll dæmdi Djokovic í gær og hann fékk því inngöngu í landið eftir að hafa dúsað á farsóttarhóteli í marga daga. Djokovic er kominn til Ástralíu til að keppa á Opna ástralska risamótinu sem hann getur unnið fjórða árið í röð. Federal government looking into whether Djokovic lied on travel form | @Gallo_Ways https://t.co/Y3ypJiOp98— The Sydney Morning Herald (@smh) January 11, 2022 Djokovic komst hjá bólusetningu á sérstakri undanþágu af því að hann fékk kórónuveiruna í síðasta mánuði. Það kom fram fyrir dómstólum. Það virðist þó vera að Djokovic hafi ekki sagt satt frá í umsókn sinni við komuna til Ástralíu. Ástralsk stjórnvöld kanna nú hvort að Djokovic hafi gefið upp rangar upplýsingar þegar hann fyllti út skýrsluna við komu sína til landsins. Sydney Morning Herald segir frá því að Djokovic hafi sett nei við spurninguna um það hvort að hann hefði ferðast eitthvað fjórtán dögum fyrir ferðalag sitt til Ástralíu 6. janúar síðastliðinn. Það er ekki satt því Djokovic ferðaðist frá Belgrad til Spánar á þessum tíma. Það er ólöglegt að gefa upp rangar upplýsingar og þetta gæti orðið til þess að honum verði hreinlega vísað úr landi. Það er nú undir innflytjendaráðherranum Alex Hawke á ákveða hvort að senda Djokovic heim áður en hann getur tekið þátt í Opna ástralska risamótinu.
Tennis Ástralía Tengdar fréttir Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00 Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00 Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. 10. janúar 2022 07:00
Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. 7. janúar 2022 13:00
Segja að Djokovic hafi fengið undanþágu frá bóluefni vegna kórónuveirusýkingar Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hafði fengið undanþágu frá bóluefni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna þann 16. desember síðastliðinn segja lögfræðingar hans. 8. janúar 2022 11:15