Vildi takmarka skjátíma barna og bjó til spil fyrir örmagna fjölskyldur í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 22:01 Arnar hannaði og teiknaði spilið ásamt því að framleiða það. egill aðalsteinsson Faðir sem missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid-19 ákvað að afla sér tekna með því að hanna og framleiða samveruspilið Hvað í pabbanum ert þú að gera, þar sem aðal leikendur eru húsgögn á heimilinu. Hann segir mikilvægt að foreldrar skipuleggi skjálausar stundir með börnum sínum. Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu