Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 22:34 Vísir/Egill Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. „Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
„Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira