„Fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er lang fallegastur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:16 Spegilmyndin eru nýjir lífsstílsþættir á Stöð 2. Stöð 2 „Þetta eru mannlífsþættir á léttu nótunum og snúast um heilsu - og fegrunargeirann hér á landi,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir um nýju lífsstílsþættina sína Spegilmyndin. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. „Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum. Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum.
Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira