„Fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er lang fallegastur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2022 18:16 Spegilmyndin eru nýjir lífsstílsþættir á Stöð 2. Stöð 2 „Þetta eru mannlífsþættir á léttu nótunum og snúast um heilsu - og fegrunargeirann hér á landi,“ segir Marín Manda Magnúsdóttir um nýju lífsstílsþættina sína Spegilmyndin. Fyrsti þáttur er sýndur á Stöð 2 í kvöld. „Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum. Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Ég fer í gegnum fegrunartrend nútímakonunnar og fræðist um allskonar mismunandi hreyfingu, mataræði, kvenheilsu, tannheilsu, svefn og andlega líðan. Svo fæ ég ýmsa fagaðila til mín í spjall og fæ að fylgjast með fólki í meðferðum og aðgerðum,“ útskýrir Marín Manda. „Í þættinum í kvöld fer ég gegnum söguna, staðalímyndirnar og líkamsbyltingarnar og skoða hver þróunin er orðin í dag. Þetta er stútfullur þáttur af skemmtilegu fólki þar ég skoða förðun, augnháralengingar, hártísku og fleira.“ Marín Manda hafði lengi látið sig dreya um að fara út í þáttagerð fyrir sjónvarp. „Í sumar fæddist síðan þessi hugmynd eitt kvöldið þegar ég horfði á breskan þátt um fegrun kvenna og mér fannst vera talað um þetta allt saman á svo opinskáan hátt. Það er margt tabú að ræða hér á landi þar sem við erum lítið samfélag og því var ég bara einstaklega forvitin um hitt og þetta. Stuttu seinna fór ég í handritsgerð og framleiðslan fór á fulla ferð og nú er þetta orðið að veruleika.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við ýmsa sérfræðinga, meðal annars förðunarfræðinginn Hörpu Kára.Stöð 2 Hún segir að almennt sé mikið talað um útlit og útlitsdýrkun í okkar samfélagi. „Samfélagsmiðlarnir ýta oft undir óraunhæfar kröfur og þá verða ungar stúlkur gjarnan fyrir barðinu. Hins vegar tel ég að umræðan um útlitsdýrkun hafi gert það að verkum að við konur erum orðnar betri í að beita gagnrýnni hugsun varðandi þetta efni. Öll uppbyggileg umræða er góð og umræðan um jákvæða líkamsímynd hefur einnig hjálpað. Eins furðulegt og það er þá hefur útlit alltaf skipt manneskjuna máli. Það er hluti af sjálfsmyndinni okkar og hvernig við viljum að aðrir sjái okkur. Við þurfum bara að vera duglegri að sýna okkur mildi.“ Í þáttunum ræðir Marín Manda við fjölbreyttan hóp af áhugaverðu fólki. „Ég spjalla við næringarfræðing, markþjálfa, einkaþjálfara, sjúkraþjálfara, förðunarfræðing, naglafræðing, snyrtifræðinga, hársnyrti, tannlækni, svefnráðgjafa, sálfræðinga, kennara, húð - og lýtalækna og fleiri.“ Þáttastjórnandi Spegilmyndarinnar er tískuskvísan Marín Manda.Stöð 2 Marín Manda segir að hún hafi átt nokkur „aha“ augnablik við gerð þáttanna og að ýmislegt hafi komið á óvart. „Kannski einna helst að fegurð er bara allskonar og fjölbreytileikinn er langfallegastur,“ segir Marín Manda. Fyrsti þátturinn er eins og fyrr segir á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:05. „Þessi þáttur er mikið um konur en ekki einungis. Það munu eflaust margir karlmenn hafa gaman af að horfa og fræðast örlítið með okkur konunum,“ segir Marín Manda að lokum.
Tíska og hönnun Förðun Spegilmyndin Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira