Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 14:20 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira