Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 07:31 RJ Barrett kominn í loftið og í þann mund að fara að skora sigurkörfu New York Knicks í gærkvöld. AP/Adam Hunger RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira