Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:45 Kolbrún Bendiktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19