Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Aaron Rodgers hefur spilað frábærlega með Green Bay Packers en það að hann reyndi að halda réttindum bólusettra án þess að fara í bólusetningu fór ekki vel í suma. AP/Matt Ludtke Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan. NFL Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira
Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira