Handbolti

Dagur og læri­sveinar draga sig úr keppni á Asíu­mótinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur Sigurðsson hefur stýrt japanska landsliðinu síðan árið 2017.
Dagur Sigurðsson hefur stýrt japanska landsliðinu síðan árið 2017. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Japan mun ekki taka þátt á Asíumótinu í handbolta. Ástæðan er kórónuveiran.

Dagur Sigurðsson mun ekki stýra lærisveinum í japanska landsliðinu á Asíumótinu í handbolta sem fram fer í Sádi-Arabíu frá 18 til 31. janúar. Ástæðan er hópsmit í herbúðum liðsins.

Japan var í D-riðli mótsins með Barein, Hong Kong, Úsbekistan og Víetnam.

Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu frá árinu 2017 en hann hefur einnig stýrt þýska og austurríska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×