„Það er mjög seigt í turninum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 19:03 Vindmyllan vill ekki niður, enn. Vísir Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér. Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Rétt fyrir klukkan tvö í dag var fyrsta sprengjan sprengd. Hún felldi ekki vindmylluna og sömu sögu má segja um tilraun tvö, þrjú, fjögur og fimm. Síðasta tilraunin var gerð um klukkan sex í dag. „Við kannski bjuggumt ekkert við að þetta myndi taka þetta margar tilraunir. Það er mjög seigt í turninum. Sprengjusérfræðingarnir, já þetta kom þeim aðeins á óvart, hversu mikið efni hefur þurft. Það er ómögulegt að segja hvort þetta takist í næstu tilraun en við verðum að vona það,“ sagði Bjarki Oddsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamanni okkar, þau hafa staðið vaktina við vindmylluna í dag í nístingskulda ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni. Hlé hefur verið gert á aðgerðum á meðan beðið er eftir frekari sprengjuhleðslum frá Reykjavík en freista á þess að fella vindmylluna í kvöld, enda von á vonskuveðri á Suðurlandi á morgun. Nístingskuldi er á svæðinu og standa vonir til þess að hægt verði að ljúka verkinu sem fyrst. „Það er búið að vera mjög kalt. Það er fallegt veður en átta tímar út í kuldanum, þetta er farið að verða gott,“ segir Bjarki. Fylgjast má með beinni útsendingu frá vindmyllunni hér.
Lögreglumál Slökkvilið Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51