Óbreyttar reglur á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 14:05 Talið er að breytingar á landamærunum myndu valda of mikilli óvissu. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31