Hagskælingar fluttir í Ármúla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 13:07 Ætla má að mikið líf verði í Ármúla í vor þegar níundu bekkingar í Hagaskóla verða þar á vappi. Vísir/Vilhelm Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar. Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar.
Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01