„Viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 11:33 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að skóla og frístundastarf barna haldi áfram með sem eðlilegustum hætti. Þó sé viðbúið að einhverjir skólar muni þurfa að loka vegna fjölda starfsmanna og barna í einangrun og sóttkví. Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Tæplega 1.300 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær og eru það svipaðar tölur og undanfarna viku, þar sem hvert smitmetið hefur verið slegið á fætur öðru. Ómíkronafbrigði veirunnar virðist nú hafa náð yfirráðum og delta-afbrigðið orðið mun sjaldgæfara en það var áður en ómíkron mætti til leiks. „Það eru jákvæðar vísbendingar um að ómíkron veiki síður. Þetta er að gerast allt mjög hratt en nú eru mjög margir komnir í sóttkví og einangrun, sem hafa í gegn um faraldurinn verið helstu vopnin en það er þannig að þetta er farið að hökta, margt í okkar starfi og sama gildir um skólana,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundi með skólayfirvöldum á hverjum degi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir jól að skólarnir tækju sér lengra jólafrí en áður og starf þeirra hæfist ekki aftur fyrr en 10. janúar. Heilbrigðisráðherra féllst ekki á þá tillögu sóttvarnalæknis og mættu flest börn aftur í skóla í morgun eftir jólafríið. „Við höfum í gegn um þennan faraldur lagt áherslu á það að halda skólastarfi opnu og ég styð skólamálaráðherrann í því verkefni og kennarana. Þetta verður snúið og staðan verður tekin á hverjum degi,“ segir Willum sem segir áætlanir núna um að fundað verði með skólayfirvöldum á hverjum degi um stöðu faraldursins. Margir hafa nú kallað eftir langtímastefnu um sóttvarnaaðgerðir, sem Willum segir erfitt þar sem meta verði stöðuna dag frá degi. „Við þurfum að hemja veiruna, það er ljóst, og við þurfum að taka einn dag í einu og við þurfum að halda starfsemi hér í landinu gangandi. Það er krefjandi og snúið verkefni en það þýðir ekki að láta veiruna fyrirfram stoppa okkur,“ segir Willum. Klippa: Ætlar að funda með skólayfirvöldum á hverjum degi vegna Covid „Þegar svona tekur á kalla margir eftir stefnu en við erum í þessari baráttu dag frá degi og við sjáum það bara að ef við ekki náum að hemja veiruna, þannig að smitin verði of mörg og of margir fari í einangrun og sóttkví, þá erum við farin að hamla starfsemi ansi mikið. En síðan verðum við að skoða hvaða efnahagslegu afleiðingar þetta hefur og félagslegar og meta þetta jöfnum höndum.“ Taka þurfi tillit til andlegrar- og félagslegrar líðan barna Ekki sé á borðinu núna að herða takmarkanir enn frekar, en langt er um liðið síðan þær voru jafn strangar og nú. „Við búum við ansi miklar takmarkanir og við höfum gert það núna í tvær vikur. Þetta ómíkron-afbrigði er bráðsmitandi og við verðum bara að takast á við þetta verkefni,“ segir Willum. Það sé ekki vænlegt að fara í enn frekari takmarkanir, sérstaklega er varðar skólana. „Það alveg viðbúið að einhverjir skólar þurfi að loka en við höfum í gegn um faraldurinn haldið skólastarfi opnu og tómstundastarfi barna. Það hefur sýnt sig vera afar mikilvægt vegna þess að við tölum mikið um félagslega- og andlega líðan barna og þess vegna leggjum við áherslu á þetta að styðja börnin,“ segir Willum. Mikilvægt sé að halda rútínu fyrir börnin. „Það alveg rétt að þegar eru svona margir komnir í einangrun og sóttkví að þá er það farið að virka hamlandi víða og við höfum endurskoðað reglur um einangrun og sóttvarnalæknir metið það þannig að það sé óhætt að fara í sjö daga. Síðan er verið að skoða reglur um vinnusóttkví og ég á von á breytingum í þá veru.“ Vonandi takist að hamla útbreiðslu veirunnar með þeim takmörkunum sem nú séu í gildi. „Við erum með samfélagslegar takmarkanir í gangi og mátum það þannig að þær myndu aðeins hemja veiruna. Síðan er það hitt, reglur eru eitt en síðan þurfum við að vera skynsöm.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. 3. janúar 2022 17:30
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16