Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 23:30 Franska þingið. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs.
Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23