Nýr leikmaður Vals heitir Heta Äijänen en hún er 24 ára og 186 sentimetra framherji sem getur leyst stöður þrjú til fimm á vellinum.
Heta spilaði fyrir áramót með Advisora Mataro Maresme á Spáni og var með 5,2 stig og 1,9 fráköst í leik.
Árið áður lék hún með Forssan Alku í Finnlandi hvar hún skilaði 11,5 stigum, 4,6 fráköstum og 1,4 stoðsendingu í leik.
Valsiðið hefur leikið án landsliðsmiðherjans Hildar Bjargar Kjartansdóttur allt tímabilið en hún glímir við eftirmála höfuðhöggs.