101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 15:00 101 dagur er í næsta almenna frídag, skírdag. Vísir/Vilhelm Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag. „Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi. Páskar Jól Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi.
Páskar Jól Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira