101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 15:00 101 dagur er í næsta almenna frídag, skírdag. Vísir/Vilhelm Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag. „Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi. Páskar Jól Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi.
Páskar Jól Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira