101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 15:00 101 dagur er í næsta almenna frídag, skírdag. Vísir/Vilhelm Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag. „Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi. Páskar Jól Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
„Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi.
Páskar Jól Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira