Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:50 Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20
Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17