Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:50 Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20
Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17