Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 16:02 Umboðsmanni barna hefur borist fjöldi ábendinga um að börn þurfi oft að standa úti og bíða lengi eftir að komast í sýnatöku fyrir Covid-19 hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira