Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 14:44 Kolbrún Helga Pálsdóttir til vinstri og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir til hægri. Atli Björgvinsson Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“ Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“
Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00