Krummi og Hermann biðja Sölva líka um að birta ekki viðtölin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. desember 2021 23:05 Sölvi Tryggvason til vinstri, Krummi í Mínus í miðjunni og Hermann Hreiðarsson lengst til hægri. Vísir/Instagram Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Krummi í Mínus hafa óskað eftir því að viðtal sem Sölvi Tryggvason tók við þá fyrr á árinu verði ekki birt. Fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson sjónvarpsmaður hefði óskað eftir því sama. Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar. Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Stórskemmtilegur innhringjandi og óheðfbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Sjá meira
Sölvi hyggst fara með hlaðvarp sitt í loftið að nýju innan skamms, en hann dró sig úr sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í kjölfar ásakananna, sem fram komu í maí á þessu ári, dró Sölvi sig alfarið í hlé og tók alla fyrri þætti hlaðvarps síns úr birtingu. Ekki látnir vita Hermann Hreiðarsson segir í samtali við fréttastofu að hann hafi óskað eftir því að viðtalið við hann yrði ekki birt. Hann segist hafa heyrt af því í fréttum í gær að til stæði að birta viðtalið, en hafi að öðru leyti ekki verið látinn vita. Viðtalið væri þar að auki gamalt og tekið upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, tekur í sama streng og Hermann. Hann hefur einnig óskað eftir því að viðtal Sölva við sig verði ekki birt og furðaði sig á því að ekki hafa ekki verið látinn vita af því að til stæði að birta viðtalið. „Þetta var bara tekið upp einhvern tímann í byrjun árs,“ segir Krummi og kveðst hafa sent skilaboð á Sölva fyrr í dag. Krummi kom hálfpartinn af fjöllum í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hafi óskað eftir því að sambærilegt viðtal Sölva yrði ekki birt. Viðmælendurnir þrír vilja lítið tjá sig efnislega um málið en segja að forsendur hafi eðli málsins samkvæmt breyst frá því að viðtölin voru tekin upp. Viðtölin hafi þar að auki verið gömul en eins og fyrr segir voru þau öll tekin upp í vor, áður en ásakanir á hendur Sölva komu fram í sviðsljósið. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er Hannes Hólmsteinn Gissurarson líklega meðal væntanlegra gesta Sölva. Ekki náðist í Hannes við vinnslu fréttarinnar.
Mál Sölva Tryggvasonar Samfélagsmiðlar MeToo Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32 Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fleiri fréttir Stórskemmtilegur innhringjandi og óheðfbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Sjá meira
Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 29. desember 2021 16:32
Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða. 30. desember 2021 20:14