Í tilkynningu frá almannavarnanefnd á höfuðborgarsvæðinu, sem lesa má í heild sinni hér að neðan, kemur fram að stjórnendur muni almennt leysa forföll eins og kostur er. Síðasta bylgja faraldursins hafi haft mikil áhrif og stjórnendur og starfsfólk muni leita allra leiða til að koma í veg fyrir röskun á skólahaldi.
Þann 3. janúar á nýju ári verður skipulagsdagur haldinn í grunn- og leikskólum, eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Dagurinn verður einnig haldinn í tónlistarskólum og öðru frístundastarfi frístundastarfi. Skipulagsdagurinn á að gera starfsfólki kleift að aðlaga og skipuleggja skólahald í samræmi við gildandi takmarkanir og þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu.
Þá eru foreldrar og forráðamenn enn sem áður hvattir til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Börn eigi ekki að mæta í skóla með kvefeinkenni og verði þeirra vart eru foreldrar hvattir til að senda börn sín í PCR próf.
Tilkynningin er á íslensku, ensku og pólsku en hana má lesa í heild sinni hér að neðan.