Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 10:25 Fólk syrgir þá sem myrtir voru í Denver á dögunum. AP/David Zalubowski Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn. Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Lögreglan segir þó að McLeod hafi þekkt flest fórnarlamba sinna en hann skaut fjóra á mismunandi húðflúrstofum. Tveir særðust í árás hans og þar a meðal einn lögregluþjónn sem skaut McLeod til bana en McLeod skaut á fólk á fjórum húðflúrstofum og hóteli. Hann er sagður hafa þekkt öll fórnarlömb sín, nema unga konu sem hann skaut á hótelinu. Tvö af fórnarlömbum McLeod unnu með honum á húðflúrstofu sem hann átti með öðrum. Viðmælendur Denver Post segja þann rekstur hafa misheppnast og þá að mestu vegna hegðunar hans og framkomu. Enginn hafi getað unnið með honum. Bækurnar innihalda rasisma og kvenhatur Samkvæmt AP fréttaveitunni hafði McLeod skrifað skáldsögur undir dulnefninu Roman McClay en fjalla um mann sem heitir einnig Lyndon. Í einni bókinni myrðir hann fólk í samkvæmi hjá manni persónu sem heitir Michael Swinyard. Eitt fórnarlamba McLeod hét Michael Swinyard. Denver Post segir bækur McLeod innihalda rasisma, kvenhatur og kafla sem byggi á reiði vegna hnattvæðingar. Í annarri bók sem hann birti, myrti Lyndon konu sem hét Alicia Cardenas, sem var fyrsta fórnarlamb McLeods og nefndi hann einnig húðflúrstofuna sem hún átti í bókinni. McLeod átti húðflúrstofuna á árum áður en Cardenas tók við rekstri hennar fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur sagt að McLeod hafi þekkt öll sín fórnarlömb, nema það síðasta. Það var 28 ára gömul kona sem hét Sarah Steck en hún starfaði á hóteli sem lögreglan segir McLeod hafa átt í viðskiptum við. Þá hefur Paul Pazen, lögreglustjóri Denver, sagt að McLeod hafi verið þekktur af lögreglu. Hann sagði McLeod hafa verið til rannsóknar í fyrra og árið 2020 en neitaði að segja af hverju. Skiptist ítrekað á skotum við lögreglu Árásin fór þannig fram að McLeod byrjaði á því að skjóta Cardenas og aðra konu til bana í húðflúrstofu hennar en þar særði hann einnig mann. Því næst ruddihan sér leið inn á heimili þar sem önnur húðflúrstofa var starfrækt og skaut á fólk þar, án þess þó að hæfa neinn. Skömmu eftir það lenti hann í skotbardaga við lögregluþjón en tókst að flýja eftir að hafa gert bíl lögregluþjónsins óökufæran. Í kjölfar þess myrti hann einn mann til viðbótar á annarri húðflúrstofu. Þá bar lögregluþjóna að garði og skiptust þeir á skotum við McLeod sem hljóp á brott. Hann ógnaði fólki á veitingastað en hljóp svo inn á Hyatt house hótelið þar sem hann skaut hina 28 ára gömlu Söruh Steck. Um það bil mínútu eftir það varð hann á vegi lögreglukonunnar Ashley Ferris sem skipaði honum að leggja frá sér byssuna. Honum tókst að skjóta hana í kviðinn en hún svaraði skothríð McLeods og skaut hann til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. 28. desember 2021 09:05