Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2021 07:37 DJ Dimension átti að skemmta á áramótafögnuði í Auckland. Myndin er af tónleikum hans í London fyrr í mánuðinum. Instagram Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Nýsjálenskir ráðherrar hafa lýst yfir „vonbrigðum“ með gjörðir plötusnúðsins, sem heitir Robert Etheridge réttu nafni, en hann braut gegn reglum um einangrun og greindist síðar með ómíkronafbrigði veirunnar. Er talið að um fyrsta innanlandssmitið í Nýja-Sjálandi sé að ræða þar sem viðkomandi greinist með ómíkronafbrigðið. DJ Dimension ferðaðist frá Bretlandi til Nýja-Sjálands til að troða upp á áramótafögnuði. Segja talsmenn nýsjálenskra heilbrigðisyfirvalda að plötusnúðurinn hafi lokið tíu daga einangrun eftir komuna til landsins en sleppt því að fara í sýnatöku á síðasta degi einangrunar. Hann reyndist smitaður og hélt á veitingastaði, bari og næturklúbba í Auckland. Etheridge hefur beðist afsökunar á málinu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist einnig hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að hann var nafngreindur í nýsjálenskum fjölmiðlum sem fyrsta ómíkrontilfelli landsins. View this post on Instagram A post shared by DIMENSION (@dimension) Kortleggja ferðir mannsins Chris Hipkins, ráðherra viðbrigðsmála vegna Covid-19, sagði á fréttamannafundi að gjörðir Etheridge hafi valdið vonbrigðum. Enn sé unnið að því að kortleggja ferðir mannsins og fjölda þeirra sem hann hafi verið í samskiptum við. „Varðandi ómíkron, þá erum við ekki með þetta hér, við viljum ekki fá þetta hingað og umburðarlyndi okkar hvað svona hluti varðar er mjög lítið,“ sagði Hipkins. Nýsjálendingar hafa verið með harðar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir í gildi allt frá upphafi faraldursins. Hafa alls 13.687 manns greinst með kórónuveiruna í landinu frá upphafi og hefur 51 dauðsfall verið rakið til Covid-19. Níutíu prósent landsmanna teljast nú fullbólusettir.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira