Starfsmaður á spítalanum kveikti á kertinu skammt frá súrvefnisvélum og eldinum tókst nær umsvifalaust að breiðast út. Vélarnar, sem mikið hafa verið notaðir í kórónuveirufaraldrinum, geta reynst mjög eldfimar enda nær hreint súrefni geymt í hylkjum vélanna. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Stjórnvöld í Úkraínu harma slysið en tveir létust í eldsvoða á spítala þar í landi fyrr á árinu.