Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2021 22:00 Fjölskyldan á góðum degi. aðsend Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. Guðrún Helga er að hluta til búsett í Senegal með eiginmanni og börnum og hefur fjölskyldan í gegnum tíðina ferðast mikið. Þegar þau eru á flakki kennir hún börnum sínum í heimakennslu og vinnur Guðrún sjálf fjarvinnu. Hún heimakenndi fyrst þegar hún var stödd í Senegal að gera rannsókn fyrir doktorsverkefni sitt. „Eftir það þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vinna neina vinnu sem krefðist þess að ég væri föst einhvers staðar af því að mér fannst þetta bara vera lífið að geta farið með börnin þangað sem ég vil og þegar ég vil,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir, móðir. Mikið frelsi Hún segir frelsið og samveru með börnunum aðal kostinn við fjarvinnu. Með fjarvinnu sé hægt að ferðast um allan heim auk þess sem hún losnar við það að sitja í umferð á leiðinni heim úr vinnu. „Fyrir mér finnst mér það minnka álagið á bæði mig og heimilið.“ Fjölskyldan ferðast mikið.aðsend Guðrún fær námsgögn frá skólanum og kennir börnunum sjálf. Oftast hefst skóladagurinn klukkan hálf 10 og stendur til klukkan tvö, þrjú á daginn, en það fer eftir dagsformi barnanna hve lengi er setið við. Ef þau komast í gírinn er haldið áfram en ef dagsformið er ekki upp á tíu þá finnur Guðrún önnur verkefni. „En við blöndum mikið hinu daglega lífi inn í hinn hefðbundna lærdóm. Við lesum af skiltum þegar við erum úti að labba og svo sjá þau um að reikna frá sefum yfir í íslenskar krónur en þúsund sefar eru 250 íslenskar krónur þannig þau þurfa alltaf að deila með fjórum.“ Hæglæti og einfaldur lífstíll Allt er þetta hluti af hugmyndafræði eða lífsstíl sem snýr að hæglæti, en Guðrún situr í stjórn Hæglætishópsins. Guðrún Helga heldur úti instagraminu Mommy needs to travel sem státar þúsundum fylgjenda. Hún segist reglulega fá fyrirspurnir frá mæðrum sem langar að ferðast. „Það sem heldur mér gangandi að halda þessu er að ég hef oftar en tvisvar og oftar en þrisvar fengið pósta frá mæðrum sem segja að þetta hafi gefið þeim sparkið sem þær þurftu til að elta draumana sína, alveg þetta er hægt.“ Fjarvinna Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heima Móðir sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu. 24. október 2021 08:00 Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. 20. desember 2021 22:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Guðrún Helga er að hluta til búsett í Senegal með eiginmanni og börnum og hefur fjölskyldan í gegnum tíðina ferðast mikið. Þegar þau eru á flakki kennir hún börnum sínum í heimakennslu og vinnur Guðrún sjálf fjarvinnu. Hún heimakenndi fyrst þegar hún var stödd í Senegal að gera rannsókn fyrir doktorsverkefni sitt. „Eftir það þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vinna neina vinnu sem krefðist þess að ég væri föst einhvers staðar af því að mér fannst þetta bara vera lífið að geta farið með börnin þangað sem ég vil og þegar ég vil,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir, móðir. Mikið frelsi Hún segir frelsið og samveru með börnunum aðal kostinn við fjarvinnu. Með fjarvinnu sé hægt að ferðast um allan heim auk þess sem hún losnar við það að sitja í umferð á leiðinni heim úr vinnu. „Fyrir mér finnst mér það minnka álagið á bæði mig og heimilið.“ Fjölskyldan ferðast mikið.aðsend Guðrún fær námsgögn frá skólanum og kennir börnunum sjálf. Oftast hefst skóladagurinn klukkan hálf 10 og stendur til klukkan tvö, þrjú á daginn, en það fer eftir dagsformi barnanna hve lengi er setið við. Ef þau komast í gírinn er haldið áfram en ef dagsformið er ekki upp á tíu þá finnur Guðrún önnur verkefni. „En við blöndum mikið hinu daglega lífi inn í hinn hefðbundna lærdóm. Við lesum af skiltum þegar við erum úti að labba og svo sjá þau um að reikna frá sefum yfir í íslenskar krónur en þúsund sefar eru 250 íslenskar krónur þannig þau þurfa alltaf að deila með fjórum.“ Hæglæti og einfaldur lífstíll Allt er þetta hluti af hugmyndafræði eða lífsstíl sem snýr að hæglæti, en Guðrún situr í stjórn Hæglætishópsins. Guðrún Helga heldur úti instagraminu Mommy needs to travel sem státar þúsundum fylgjenda. Hún segist reglulega fá fyrirspurnir frá mæðrum sem langar að ferðast. „Það sem heldur mér gangandi að halda þessu er að ég hef oftar en tvisvar og oftar en þrisvar fengið pósta frá mæðrum sem segja að þetta hafi gefið þeim sparkið sem þær þurftu til að elta draumana sína, alveg þetta er hægt.“
Fjarvinna Vinnumarkaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heima Móðir sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu. 24. október 2021 08:00 Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. 20. desember 2021 22:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heima Móðir sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu. 24. október 2021 08:00
Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. 20. desember 2021 22:00