Innlent

Bíll Strætó kominn í leitirnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bíllinn var tekinn í gær en er nú kominn í leitirnar, óskemmdur en einum verkfærakassa rýrari.
Bíllinn var tekinn í gær en er nú kominn í leitirnar, óskemmdur en einum verkfærakassa rýrari. Strætó

Dráttarbíll sem stolið var af athafnasvæði Strætó að Hesthálsi í gær er kominn í leitirnar.

Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason í samtali við fréttastofu og segir bílinn hafa fundist undir Úlfarsfelli í dag í góðu ásigkomulagi.

Engar sjáanlegar skemmdir voru á bílnum en verkfærakassa var stolið úr honum. Málið var tilkynnt til lögreglu en ekki liggur fyrir að svo stöddu hver stal bílnum.


Tengdar fréttir

Stálu stórum dráttar­bíl Strætó

Dráttarbíl Strætó af gerð Scania 440 var stolið af athafnasvæði Strætó á Hesthálsi í dag. Upplýsingafulltrúi segir að lögreglu hafi verið gert viðvart og verið sé að skoða myndefni úr myndavélum á svæðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×