Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:15 Þórir Hergeirsson fagnar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi þar sem Noregur tryggði sér sigur með seinni hálfleik sem lengi verður í minnum hafður. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld. Þórir hefur þrisvar sinnum orðið í 2. sæti í kjöri á þjálfara ársins en hlaut nú nafnbótina í fyrsta sinn. Árangur Þóris með norska liðinu talar sínu máli en liðið varð heimsmeistari á Spáni fyrr í þessum mánuði og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá varð liðið auk þess Evrópumeistari undir lok síðasta árs, eftir að atkvæðaseðlum vegna kjörs á þjálfara ársins 2020 hafði verið skilað inn. Í 2. sæti í ár varð frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson sem starfað hefur í Svíþjóð um langt árabil. Hann þjálfar til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Í 3. sæti varð svo Arnar Gunnlaugsson sem gerði Víking R. óvænt að Íslands- og bikarmeistara í fótbolta karla. Þá þjálfara sem hlutu atkvæði í kjörinu má sjá hér að neðan. Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1 Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir annað sæti og eitt stig fyrir þriðja sæti. Þórir hlaut því 131 af 145 mögulegum stigum en tveir aðrir þjálfarar fengu atkvæði í efsta sætið í ár. Íþróttamaður ársins HM 2021 í handbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Þórir hefur þrisvar sinnum orðið í 2. sæti í kjöri á þjálfara ársins en hlaut nú nafnbótina í fyrsta sinn. Árangur Þóris með norska liðinu talar sínu máli en liðið varð heimsmeistari á Spáni fyrr í þessum mánuði og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá varð liðið auk þess Evrópumeistari undir lok síðasta árs, eftir að atkvæðaseðlum vegna kjörs á þjálfara ársins 2020 hafði verið skilað inn. Í 2. sæti í ár varð frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson sem starfað hefur í Svíþjóð um langt árabil. Hann þjálfar til að mynda Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu gull og silfur í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Í 3. sæti varð svo Arnar Gunnlaugsson sem gerði Víking R. óvænt að Íslands- og bikarmeistara í fótbolta karla. Þá þjálfara sem hlutu atkvæði í kjörinu má sjá hér að neðan. Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1 Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjá bestu þjálfara ársins að sínu mati. Fimm stig fengust fyrir efsta sæti, þrjú fyrir annað sæti og eitt stig fyrir þriðja sæti. Þórir hlaut því 131 af 145 mögulegum stigum en tveir aðrir þjálfarar fengu atkvæði í efsta sætið í ár.
Þjálfari ársins - Þessi hlutu stig Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131 Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68 Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37 Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13 Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11 Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1
Íþróttamaður ársins HM 2021 í handbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira