„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 22:02 Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri, segir enn mikla óvissu í faraldrinum. Vísir/Egill Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11
Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45