Með skerta sjón á meðal sextán bestu í heimi í pílu Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 16:30 Ryan Searle gerði góða hluti í dag og er kominn í sextán manna úrslit á HM. Getty/Luke Walker Ryan Searle glímir við svo alvarlega sjónskekkju að stundum sér hann ekki hvar pílan hans lenti á píluspjaldinu. Engu að síður er hann framarlega í heiminum í íþróttinni og komst í dag áfram í 16-manna úrslit á HM í pílukasti. Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna. Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna.
Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn