Með skerta sjón á meðal sextán bestu í heimi í pílu Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 16:30 Ryan Searle gerði góða hluti í dag og er kominn í sextán manna úrslit á HM. Getty/Luke Walker Ryan Searle glímir við svo alvarlega sjónskekkju að stundum sér hann ekki hvar pílan hans lenti á píluspjaldinu. Engu að síður er hann framarlega í heiminum í íþróttinni og komst í dag áfram í 16-manna úrslit á HM í pílukasti. Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna. Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna.
Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira