„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 16:44 Nálægð við háskólasvæðið hafði áhrif á val á staðsetningunni. Vísir/kristín Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. „Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Það er búið að vera mikið stuð á Joe árið 2021 þrátt fyrir allt og allt,“ segir Agla Jónsdóttir, fjármálastjóri Joe & The Juice. Mikið hefur gengið á í veitingarekstri á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hafði hann mest áhrif á útibú Joe í Leifsstöð og á Laugavegi. Staðnum á Laugavegi var lokað á seinasta ári þegar erlendir ferðamenn yfirgáfu miðborgina. Agla segir að rekstur Joe í Leifsstöð sé nú kominn á fullt eftir um átján mánaða lokun en staðirnir voru þeir söluhæstu áður en faraldurinn setti strik í reikninginn. Bílaþjóðin tekið vel í bílalúgur Agla segir að flugvöllurinn hafi verið mjög stór hluti af starfsemi keðjunnar frá því að staðirnir opnuðu árið 2014. Reksturinn hafi þó eðlilega verið sveiflukenndur undanfarin misseri. „Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum, ég hugsa að það séu ekki margir að opna eins marga staði á þessum tíma en okkur hefur lukkast það,“ segir Agla og bætir við að það sé greinilega eftirspurn eftir þeim vörum sem Joe & The Juice hafi upp á að bjóða. Þá hafi bílalúgustaðirnir við Miklubraut og Reykjavíkurveg vakið mikla lukku meðal Íslendinga og þá ekki síður vegna áhrifa faraldursins. Aðspurð um miðborgina segir Agla að staðsetningin hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að loka á Laugavegi. Í staðinn hafi verið ákveðið að veðja á nálægan stað þeirra á Hafnartorgi. Hún segir ekki útilokað að Joe muni gera sig heimakominn í og við Laugaveginn á ný en segir að stjórnendur beini nú frekar sjónum sínum að staðsetningum nálægt meiri íbúðabyggð.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. 26. janúar 2021 17:17