Curry dró vagninn í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2021 09:25 Stephen Curry var stigahæsti maður vallarins er Golden State Warriors og Phoenix Suns áttust við í nótt. Ezra Shaw/Getty Images Það var nóg um dýrðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en fimm jólaleikir voru spilaðir. Stephen Curry skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann níu stiga sigur gegn Phoenix Suns, 116-107, og lyfti sér þar með aftur á toppinn í Vesturdeildinni. Gestirnir í Golden State byrjuðu betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, en heimamenn náðu forystunni fyrir hálfleik og fóru með fjögurra stiga forskot inn í hléið, 62-58. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og gestirnir jöfnuðu áður en komið var að lokaleikhlutanum. Þar reyndust gestirnir í Golden State sterkari og unnu að lokum sterkan níu stiga sigur, 116-107. Stephen Curry var stigahæsti maður vallarins með 33 stig, en hann tók einnig fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði heimamanna var Chris Paul atkvæðamestur með 21 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar. Now one away from 3,000 career 3PM, Steph Curry led the @warriors to their league-best 27th win of the season! #NBAXmas Gary Payton II: 14 PTS, 8 REBOtto Porter Jr.: 19 PTS (Season-High), 6 REBDraymond Green: 8 PTS, 8 REB, 10 AST, 3 STL, 3 BLK pic.twitter.com/26pFNTmyOR— NBA (@NBA) December 26, 2021 Þá snéru leikmenn Milwaukee Bucks taflinu heldur betur við er liðið tók á móti Boston Celtics í nótt. Gestirnir frá Boston voru yfir í hálfleik, 62-47, og náðu mest 19 stiga forskoti í síðari hálfleiknum. Það var þá helst frammistaða Giannis Antetokounmpo í síðari hálfleiknum sem sá til þess að endurkoman varð að veruleika, en í seinni tveim fjórðungum leiksins skoraði hann 29 stig og liðið vann að lokum fjögurra stiga sigur, 117-113. Giannis Antetokounmpo’s 29 second-half points led the @Bucks to a massive 19-point comeback on #NBAXmas day!Khris Middleton: 17 PTS, 7 AST, 4 3PMJrue Holiday: 17 PTS, 5 REB, 4 STLJayson Tatum: 25 PTS, 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/wOiX92PKLu— NBA (@NBA) December 25, 2021 Öll úrslit næturinnar Atlanta Hawks 87-101 New York Knicks Boston Celtics 113-117 Milwaukee Bucks Golden State Warriors 116-107 Phoenix Suns Brooklyn Nets 122-115 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 116-120 Utah Jazz NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Gestirnir í Golden State byrjuðu betur og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, en heimamenn náðu forystunni fyrir hálfleik og fóru með fjögurra stiga forskot inn í hléið, 62-58. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta og gestirnir jöfnuðu áður en komið var að lokaleikhlutanum. Þar reyndust gestirnir í Golden State sterkari og unnu að lokum sterkan níu stiga sigur, 116-107. Stephen Curry var stigahæsti maður vallarins með 33 stig, en hann tók einnig fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði heimamanna var Chris Paul atkvæðamestur með 21 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar. Now one away from 3,000 career 3PM, Steph Curry led the @warriors to their league-best 27th win of the season! #NBAXmas Gary Payton II: 14 PTS, 8 REBOtto Porter Jr.: 19 PTS (Season-High), 6 REBDraymond Green: 8 PTS, 8 REB, 10 AST, 3 STL, 3 BLK pic.twitter.com/26pFNTmyOR— NBA (@NBA) December 26, 2021 Þá snéru leikmenn Milwaukee Bucks taflinu heldur betur við er liðið tók á móti Boston Celtics í nótt. Gestirnir frá Boston voru yfir í hálfleik, 62-47, og náðu mest 19 stiga forskoti í síðari hálfleiknum. Það var þá helst frammistaða Giannis Antetokounmpo í síðari hálfleiknum sem sá til þess að endurkoman varð að veruleika, en í seinni tveim fjórðungum leiksins skoraði hann 29 stig og liðið vann að lokum fjögurra stiga sigur, 117-113. Giannis Antetokounmpo’s 29 second-half points led the @Bucks to a massive 19-point comeback on #NBAXmas day!Khris Middleton: 17 PTS, 7 AST, 4 3PMJrue Holiday: 17 PTS, 5 REB, 4 STLJayson Tatum: 25 PTS, 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/wOiX92PKLu— NBA (@NBA) December 25, 2021 Öll úrslit næturinnar Atlanta Hawks 87-101 New York Knicks Boston Celtics 113-117 Milwaukee Bucks Golden State Warriors 116-107 Phoenix Suns Brooklyn Nets 122-115 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 116-120 Utah Jazz NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Atlanta Hawks 87-101 New York Knicks Boston Celtics 113-117 Milwaukee Bucks Golden State Warriors 116-107 Phoenix Suns Brooklyn Nets 122-115 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 116-120 Utah Jazz
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira