Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Árni Sæberg skrifa 25. desember 2021 22:30 Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Stöð 2 Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi. Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Jólaskreytingar eru ekki fyrir alla en þær virðast sannarlega fyrir íbúa á Völlunum í Hafnarfirði sem hafa gengið ansi langt í jólaskreytingunum. Sumir ganga lengra en aðrir, á Völlunum ríkir mikil ljósadýrð sem sést langar leiðir. Stærðarinnar snjókallar og aðrar upplýstar skreytingar, bláar, grænar og rauðar seríur lýsa upp alla götuna. Snjókarlar eru velkomnir á Vellina í Hafnarfirði.Stöð 2 Þar má meira að segja finna frumlegar skreytingar en sjálfur jólasveinninn situr rólegur í bíl, upplýstum af jólaseríum, fyrir utan hús eitt. Þessi jólasveinn hefur skipt sleðanum út fyrir hefðbundinn fjölskyldubíl.Stöð 2 Jólahöll í Kópavogi Kópavogsbúar eru enginn eftirbátur Hafnfirðinga þegar kemur að jólaskreytingum. Þegar keyrt er inn í Lindahverfið tekur á móti manni sannkölluð jólahöll. Höllin er skreytt smekklegum hvítum jólaljósum og greni. Á stétt við húsið taka myndarleg jólahreindýr á móti gestum. Jólahöllin er smekklega skreytt.Stöð 2 Í hverfinu er mikið lagt upp úr jólaskreytingum og í miðjum tökum greip fréttamaður sjálfan trölla sem reynir að stela jólaseríum sem metnaðarfullir íbúar hafa sett upp við bílskúrinn sinn. Þó var ákveðið að skipta sér ekki af honum. Trölli er samur við sig og reynir að stela jólunum.Stöð 2 Bjórpeningur fer í jólaskraut Hjónin Helgi Hafsteinsson og Hildur Elfa Björnsdóttir eru skreytingarmeistarar Kópavogs. Þau búa á Digranesvegi og hafa dundað sér við að setja upp jólaljós ásamt afabarni sínu síðustu daga. Samtals eru um tólf þúsund perur í garðinum og sex þúsund inni í húsinu. Hjónin telja fjármunum betur varið í jólaskraut en sígarettur og áfengi.Stöð 2 Í samtali við fréttastofu segjast þau hafa farið hægt af stað í jólaskreytingum en þær hafi undið upp á sig í gegn um árin. „Alltaf bætt í á hverju ári og það er bara komið upp í þetta. Við bara elskum þetta jólastúss,“ segja þau. Þau neita ekki að svo íburðarmiklar jólaskreytingar kosti sinn skilding. Fjármunum sem annars væri varið í eitthvað annað og verra sé eytt í skreytingarnar. „ Jú, við lítum á það svoleiðis að við reykjum ekki og við drekkum ekki. Og þetta er bara okkar fyllerí getum við sagt,“ segir Helgi.
Jól Jólaskraut Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira