Óbólusettur með Covid-19 en myndi ekki breyta neinu Árni Sæberg skrifar 25. desember 2021 18:33 Nökkvi Fjalar Orrason. Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti. Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15