Þú mátt segja nei við jólagjöf maka þíns Jenný Kristín Valberg skrifar 24. desember 2021 09:30 Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. Væntingar um gleðileg jól eru eðlilega í hjörtum flestra og flest viljum við reyna að gera þessa hátíð jákvæða og skapa góðar minningar fyrir okkar nánustu. En á sumum heimilum er verkefnið erfiðara og vandasamara en hjá öðrum. Mig langar að endurbirta að hluta texta sem ég skrifaði árið 2017 og sem birtist í samtekt á #metoo sögum kvenna í nánum samböndum það sama ár. En þessi texti endurspeglar eitt af mörgum aðfangadagskvöldum sem ég upplifði þann tíma sem ég var í ofbeldissambandi. Í mínu sambandi kom iðulega fyrir að fyrrverandi maki minn kvartaði undan áhugaleysi mínu þegar kom að kynlífi, sú athugasemd kom alls ekki úr lausu lofti þar sem heimilislífið einkenndist af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem markaði meðal annars þau áhrif að mig langaði ekki að stunda kynlíf með honum. En eins og svo margar aðrar konur í minni stöðu hafa metið af tvennu illu, þá var það annað hvort að auka það álag sem var á heimilinu, eða gefa eftir til reyna að stuðla að einhverjum tímabundum friði. Þetta kynlíf einkenndist oftast af mikilli hörku, sem ég reyndar sá ekki vel fyrr enn ég var komin út úr aðstæðunum og upplifði kynlíf sem einkendist af virðingu og mýkt. Það var ein tegund jólagjafa sem fyrrverandi maki minn var farinn að taka upp á að gefa mér. Þessar gjafir voru oftast undirfatnaður og hlutir sem hann valdi út frá sínum hugmyndum án míns samþykkis. Því var að kvöldi aðfangadags, eftir að vera búin að vera á nálum yfir því að samskipti hans við börnin mín væru í lagi, og eftir að vera búin að horfa á börnin mín eins og hengd upp á þráð í kringum hann, því aðfangadagskvöld var það kvöld sem þau voru í lengstu samfeldum samskiptunum við hann, og allir voru orðnir örmagna á að „haga sér rétt“ til að koma í veg fyrir uppþot af hans hálfu, þá var einn liður eftir sem sneri að mér. Þetta var síðasti pakkinn undir trénu, ég var fyrir löngu búin að sjá hann og þar sem ekki átti að opna hann í návist annarra vissi ég nokkurn veginn hvað hann innihélt. Og ég vissi að ég yrði að setja mig í ákveðnar stellingar þegar ég opnaði hann, ég átti fyrir það fyrsta að vera afskaplega ánægð með að hann hefði valið þetta fyrir mig, mjög upp með mér að honum fyndist ég vera nógu sexí til að geta klæðst þessum fatnaði, svo átti ég líka að vera ofsalega spennt og að sjálfsögðu 100% til í þetta, því ef ég var það ekki, ef ég sýndi minnstu viðbrögð um að þetta væri ekki nákvæmlega það sem ég vildi líka, þá kallaði það fram sturlað ástand „það er aldrei hægt að gera þér til hæfis“ „maður reynir allt“ „hvað er að þér?“ „það er óeðlilegt að þú skulir ekki hafa áhuga á kynlífi“... og það væri bara byrjunin, svo myndi taka við augnaráðið og hávaði, hann myndi skella hurðum og skápum og strunsa svo inn í tölvuherbergið „sitt“ og þegja. Hann myndi þegja í marga daga og enginn mætti vera glaður, enginn mætti leika sér og það mætti ekki heyrast í neinum. Hann myndi passa að fylgjast vel með öllu og grípa hvert tækifæri til að refsa og meiða. Og svo, eftir að jólin væru búin og engin ástæða væri lengur til að skemma og eyðileggja þá myndi opnast á „samningsviðræður“ þar sem ég hefði möguleika á að „laga“ ástandið á heimilinu og slaka á spennunni. Á þeim stað í ofbeldishringnum gat ég gert allt gott að nýju ef ég aðeins tæki á mig aukalán, borgaði fleiri reikninga, hefði betri stjórn á börnunum, bæðist afsökunar og þakkaði fyrir hversu gott líf hann væri að skapa fyrir okkur. Þetta kvöld var því bjargráðið mitt að draga andann varlega inn, anda frá, brosa, og samþykkja ofbeldið. Á þeim heimilum sem konur og börn búa við ofbeldi þá er þessi tími sem er að ganga í garð kvíðvænlegur. Þetta er einnig mjög streituvaldandi tími fyrir þær konur sem eru búnar að ná að skilja við ofbeldisfulla maka því þær þurfa á þessum tíma að vera í meiri samskiptum við þá sem þeir nýta sér til þess að hóta, ógna og beita ofbeldi til að reyna að ná aftur því valdi á því sem þeir gætu hafa misst. Börn þessara aðila eru kvíðin vegna þess að þau upplifa meiri spennu, ótta og óöryggi þar sem þau verða ýmist beint fyrir ofbeldi í þessum átökum eða óbeint fyrir því þar sem þau heyra, sjá eða finna fyrir því sem liggur í loftinu. Ofbeldi í nánum samböndum getur haft ótal margar birtingarmyndir. Konur í þessum aðstæðum bera oft ábyrgð að skapa góðar minningar fyrir sýna nánustu og verða því berskjaldaðari fyrir því að mörk þeirra séu færð og stigmögnum verði í því ofbeldi sem þær verða fyrir og þær segja ekki frá, því það á jú allt að vera svo gott á jólunum. Ofbeldi kemur okkur öllum við og ef okkur grunar að það sé verið að beita ofbeldi þá eigum við að skipta okkur að. Sýnum kærleik í því að líta í kringum okkur og láta okkur málin varða. Að lokum vil ég minna á að vaktsími Kvennaathvarfsins er opin alla hátíðina og þangað er hægt að leita til að fá ráðgjöf og stuðning. Gleðileg jól. Höfundur er kynjafræðingur og starfar sem ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin fer að ganga í garð og öfl samfélagsins eru búin að sameinast um að senda þau boð út til allra að núna sé sá tími árs að renna upp þar sem ríkir friður, ró, gleði og hamingja þá langar mig að skrifa nokkur orð um annarskonar jólahátíð, jólahátíð sem veldur kvíða, hræðslu, spennu og óöryggi. Væntingar um gleðileg jól eru eðlilega í hjörtum flestra og flest viljum við reyna að gera þessa hátíð jákvæða og skapa góðar minningar fyrir okkar nánustu. En á sumum heimilum er verkefnið erfiðara og vandasamara en hjá öðrum. Mig langar að endurbirta að hluta texta sem ég skrifaði árið 2017 og sem birtist í samtekt á #metoo sögum kvenna í nánum samböndum það sama ár. En þessi texti endurspeglar eitt af mörgum aðfangadagskvöldum sem ég upplifði þann tíma sem ég var í ofbeldissambandi. Í mínu sambandi kom iðulega fyrir að fyrrverandi maki minn kvartaði undan áhugaleysi mínu þegar kom að kynlífi, sú athugasemd kom alls ekki úr lausu lofti þar sem heimilislífið einkenndist af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi, sem markaði meðal annars þau áhrif að mig langaði ekki að stunda kynlíf með honum. En eins og svo margar aðrar konur í minni stöðu hafa metið af tvennu illu, þá var það annað hvort að auka það álag sem var á heimilinu, eða gefa eftir til reyna að stuðla að einhverjum tímabundum friði. Þetta kynlíf einkenndist oftast af mikilli hörku, sem ég reyndar sá ekki vel fyrr enn ég var komin út úr aðstæðunum og upplifði kynlíf sem einkendist af virðingu og mýkt. Það var ein tegund jólagjafa sem fyrrverandi maki minn var farinn að taka upp á að gefa mér. Þessar gjafir voru oftast undirfatnaður og hlutir sem hann valdi út frá sínum hugmyndum án míns samþykkis. Því var að kvöldi aðfangadags, eftir að vera búin að vera á nálum yfir því að samskipti hans við börnin mín væru í lagi, og eftir að vera búin að horfa á börnin mín eins og hengd upp á þráð í kringum hann, því aðfangadagskvöld var það kvöld sem þau voru í lengstu samfeldum samskiptunum við hann, og allir voru orðnir örmagna á að „haga sér rétt“ til að koma í veg fyrir uppþot af hans hálfu, þá var einn liður eftir sem sneri að mér. Þetta var síðasti pakkinn undir trénu, ég var fyrir löngu búin að sjá hann og þar sem ekki átti að opna hann í návist annarra vissi ég nokkurn veginn hvað hann innihélt. Og ég vissi að ég yrði að setja mig í ákveðnar stellingar þegar ég opnaði hann, ég átti fyrir það fyrsta að vera afskaplega ánægð með að hann hefði valið þetta fyrir mig, mjög upp með mér að honum fyndist ég vera nógu sexí til að geta klæðst þessum fatnaði, svo átti ég líka að vera ofsalega spennt og að sjálfsögðu 100% til í þetta, því ef ég var það ekki, ef ég sýndi minnstu viðbrögð um að þetta væri ekki nákvæmlega það sem ég vildi líka, þá kallaði það fram sturlað ástand „það er aldrei hægt að gera þér til hæfis“ „maður reynir allt“ „hvað er að þér?“ „það er óeðlilegt að þú skulir ekki hafa áhuga á kynlífi“... og það væri bara byrjunin, svo myndi taka við augnaráðið og hávaði, hann myndi skella hurðum og skápum og strunsa svo inn í tölvuherbergið „sitt“ og þegja. Hann myndi þegja í marga daga og enginn mætti vera glaður, enginn mætti leika sér og það mætti ekki heyrast í neinum. Hann myndi passa að fylgjast vel með öllu og grípa hvert tækifæri til að refsa og meiða. Og svo, eftir að jólin væru búin og engin ástæða væri lengur til að skemma og eyðileggja þá myndi opnast á „samningsviðræður“ þar sem ég hefði möguleika á að „laga“ ástandið á heimilinu og slaka á spennunni. Á þeim stað í ofbeldishringnum gat ég gert allt gott að nýju ef ég aðeins tæki á mig aukalán, borgaði fleiri reikninga, hefði betri stjórn á börnunum, bæðist afsökunar og þakkaði fyrir hversu gott líf hann væri að skapa fyrir okkur. Þetta kvöld var því bjargráðið mitt að draga andann varlega inn, anda frá, brosa, og samþykkja ofbeldið. Á þeim heimilum sem konur og börn búa við ofbeldi þá er þessi tími sem er að ganga í garð kvíðvænlegur. Þetta er einnig mjög streituvaldandi tími fyrir þær konur sem eru búnar að ná að skilja við ofbeldisfulla maka því þær þurfa á þessum tíma að vera í meiri samskiptum við þá sem þeir nýta sér til þess að hóta, ógna og beita ofbeldi til að reyna að ná aftur því valdi á því sem þeir gætu hafa misst. Börn þessara aðila eru kvíðin vegna þess að þau upplifa meiri spennu, ótta og óöryggi þar sem þau verða ýmist beint fyrir ofbeldi í þessum átökum eða óbeint fyrir því þar sem þau heyra, sjá eða finna fyrir því sem liggur í loftinu. Ofbeldi í nánum samböndum getur haft ótal margar birtingarmyndir. Konur í þessum aðstæðum bera oft ábyrgð að skapa góðar minningar fyrir sýna nánustu og verða því berskjaldaðari fyrir því að mörk þeirra séu færð og stigmögnum verði í því ofbeldi sem þær verða fyrir og þær segja ekki frá, því það á jú allt að vera svo gott á jólunum. Ofbeldi kemur okkur öllum við og ef okkur grunar að það sé verið að beita ofbeldi þá eigum við að skipta okkur að. Sýnum kærleik í því að líta í kringum okkur og láta okkur málin varða. Að lokum vil ég minna á að vaktsími Kvennaathvarfsins er opin alla hátíðina og þangað er hægt að leita til að fá ráðgjöf og stuðning. Gleðileg jól. Höfundur er kynjafræðingur og starfar sem ráðgjafi í Bjarkarhlíð.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun