Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 12:00 Stephen Curry var sjóðandi heitur í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors. Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Kemba Walker átti frábæran leik er Knicks mætti Washington Wizards. Því miður fyrir Kemba voru liðsfélagar hans ekki jafn sprækir og Galdramennirnir frá Washington unnu sjö stiga sigur, lokatölur 124-117. Kemba skoraði 44 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í liði Knicks. Þar á eftir kom Julius Randle með 23 stig en hann tók einnig 9 fráköst. Hjá Galdramönnunum voru fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Spencer Dinwiddie var stigahæstur með 21 stig en hann gaf einnig 12 stoðsendingar. Lakers tapaði fjórða leiknum í röð er liðið steinlá gegn San Antonio Spurs. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gamalt Lakers-liðið sprakk gjörsamlega í síðasta fjórðung, hann tapaði 33-18 og leikurinn þar með 28 stiga mun, lokatölur 138-110 Spurs í vil. Lakers eru nú komnir undir hið fræga .500 viðmið en liðið hefur nú tapað fleiri leikjum (17) en það hefur unnið (16). Anthony Davis verður frá næsta mánuðinn eða svo og möguleikar Lakers á að komast í úrslitakeppnina eru nú í hættu. LeBron James gerði sitt besta að venju en hann skoraði 36 stig fyrir Lakers. Þar á eftir kom Russell Westbrook með 30 stig. Keita Bates-Diop skoraði 30 stig á aðeins 27 mínútum í liði Spurs. 30 PTS11-for-11@spurs WA career-high and perfect shooting night from Keita Bates-Diop (@KBD_33) leads San Antonio to victory pic.twitter.com/lEWoQrxhW4— NBA (@NBA) December 24, 2021 Stephen Curry var í jólaskapi er Stríðsmennirnir mættu Skógarbjörnunum frá Memphis. Curry skoraði 46 stig í níu stiga sigri sinna manna, lokatölur 113-104. Alls setti þessi magnaði leikmaður niður 8 þriggja stiga körfur ásamt því að skora úr öllum 12 vítaskotum sínum. Gary Payton II skoraði svo 22 stig í liði Golden State en enginn annar leikmaður liðsins komst í tveggja stafa tölu. Ja Morant var stigahæstur í liði Memphis með 21 stig. Another night, another 40-PT performance from @StephenCurry30 Take a look back at the BEST buckets from his NBA-leading FIVE 40+ PT games this season! pic.twitter.com/yrYriPuoPf— NBA (@NBA) December 24, 2021 Donovan Mitchell skoraði 28 stig er Utah Jazz vann 12 stiga sigur á Minnesota Timberwolves, lokatölur 128-116. Rudy Gobert skoraði 20 stig fyrir Jazz og tók hvorki meira né minna en 17 fráköst. Hjá Timberwolves skoraði Malik Beasley 33 stig á meðan D‘Angelo Russell skoraði 19 stig og tók 14 fráköst. Nikola Jokić skoraði 29 stig og tók 21 frákast í enn einu tapi Denver Nuggets en liðið tapaði að þessu sinni með átta stiga mun gegn Charlotte Hornets, lokatölur 115-108 Hornets í vil. Devin Booker skoraði 30 stig í þægilegum Sigri Phoenix Suns á Oklahoma City Thunder. 30-piece from @DevinBook The #1 in the West @Suns pick up their 5th-straight win behind Devin Booker's 30 PTS, 7 REB and 7 AST! pic.twitter.com/ZYSosGqzph— NBA (@NBA) December 24, 2021 Þá léku hvorki Giannis Antetokounmpo né Luka Dončić er meistarar Milwaukee Bucks lögðu Dallas Mavericks. Önnur úrslit Indiana Pacers 118-106 Houston Rockets Orlando Magic 104-110 New Orleans Pelicans Miami Heat 115-112 Detroit Pistons Atlanta Hawks 98-96 Philadelphia 76ers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira