Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um upplýsingafund Almannavarna vegna kórónuveirunnar sem fram fór fyrir hádegið en í gær greindist metfjöldi smitaður af kórónuveirunni.

Þá ræðum við við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir veittar undanþágur á sóttvarnareglum og fáum svör frá Willum Þór Þórssynni ráðherra í því sambandi. 

Einnig fjöllum við Alþingi sem komið er í jólafrí og tökum stöðuna á jarðskjálftarinunni í Fagradalsfjalli. 

Að síðustu kíkjum við að sjálfsögðu í skötuveislu á Þorláksmessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×