Strætó loks á leið í vistþorpið eftir að íbúar sökuðu borgina um tvískinnung Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2021 21:18 Íbúum verður skutlað á næstu skiptistöð. Vísir/Vilhelm Strætó mun hefja ferðir í Gufunesþorp í Reykjavík þann 2. janúar næstkomandi en til að byrja með verða strætósamgöngur úr Gufunesi í formi pöntunarþjónustu. Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“ Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður farþegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó en líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en panta þarf bílinn að minnsta kosti hálftíma fyrir áætlaða brottför. Borgarstjórn samþykkti að hækka fjárheimildir til strætósamgangna um 14,6 milljónir króna til að auka almenningssamgöngur í Gufunesi á fundi sínum þann 7. desember. Með pöntunarþjónustunni pantar fólk ferð með því að hringja í síma 588 5522 og farþegi sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta ferðina. Engar almenningssamgöngur í vistþorpi Borgaryfirvöld hafa legið undir gagnrýni Fyrir að tryggja ekki aðgang að almenningssamgöngum í nýju íbúðahverfi í Gufunesi sem hefur verið kynnt sem vistþorp. Tinna Þorvalds Önnudóttir, íbúi í Gufunesi, gagnrýndi þessa stöðu í grein sem birtist á Vísi í nóvember. „Formlega er þessu hverfi ætlað að hvetja til þess að íbúar temji sér bíllausan lífsstíl. Hins vegar komumst við öll að því þegar við fluttum inn að jafnvel þótt borgin hefði úthlutað þessari lóð undir „vistþorp” með umhverfisvæna stefnu og bílleysi að leiðarljósi þá hafði ekki verið hugsað fyrir almenningssamgöngum að hverfinu. Næsta strætóstoppistöð er í 20-25 mínútna göngufjarlægð, en þá leið getur manneskja einungis farið ef hún er fullfær og ófötluð enda liggur sú leið upp brattan, ólýstan slóða í gegnum móa (einungis er um slóða að ræða, enga formlega leið eða gangstétt). Og ef manneskja ætlar að taka strætó með barnavagn þá þarf hún að ganga um 45 mínútna leið - og úti á miðjum Gufunesveginum, því engin gangstétt er þar meðfram heldur,“ segir Tinna. Tekið of langan tíma Tinna gerir sömuleiðis alvarlegar athugasemdir við að skortur sé á göngustígum sem liggi að hverfinu. Hún hafi raunar í fyrsta skipti á ævi sinni fundið þörf til þess að eiga bíl eftir að hún flutti í hverfið. Að sögn Tinnu geta íbúar sætt sig við að sett verði upp pöntunarþjónusta á vegum Strætó sem einhvers konar millibilsástand. Hún gagnrýnir þó hve lítið hafi gerst í þeim málum þrátt fyrir að tæp tvö ár séu liðin frá því að borgin gaf vilyrði fyrir lóðum undir Gufuneshverfið. „Almenningssamgöngur hingað í Gufunesið snúast ekki bara um okkur sem hér búum heldur líka um fjölskyldur okkar og vini sem vilja heimsækja okkur.“
Reykjavík Strætó Borgarstjórn Samgöngur Tengdar fréttir Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Engar almenningssamgöngur að nýju „vistþorpi" í Reykjavík Gufunesinu er að byggjast upp nýtt hverfi í dásamlegu umhverfi með útsýni yfir Viðey og Esjuna. Verkefninu er stýrt er af Þorpi - Vistfélagi og er hverfið er kynnt sem „vistþorp”. 1. nóvember 2021 15:30