Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 08:12 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira