Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 10:00 Guðmundur Guðmundsson einbeittur á hliðarlínunni á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Ísland tapaði engum leik þar með meira en tveggja marka mun, en endaði í 20. sæti. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“ EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06