Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 16:10 Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar. En Arsalan litli varð í fyrsta kasti eftir - og hitti í morgun mömmu sína í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Vísir/Snorri Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00