„Hjartað réð för“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:29 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Visir/Vilhelm Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07