Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 07:30 Joel Embiid var frábær í sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics í Boston. AP/Charles Krupa Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Joel Embiid skoraði 17 af 41 stigi sínu í fjórða leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann fimm stiga útisigur á Boston Celtics, 108-103. Boston liðið var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid á úrslitastund í þessum leik. Joel Embiid with a HUGE GAME in the @Sixers win!41 PTS, 10 REB, 5 AST, 4 BLK, 2 STL pic.twitter.com/r471bTMV01— NBA (@NBA) December 21, 2021 Embiid var einnig með 10 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 varin skot en hann hitti úr 14 af 27 skotum utan af velli og 12 af 14 vítum sínum. Seth Curry, sem hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum, var næststigahæstur með 26 stig og Tobias Harris skoraði 25 stig. Jaylen Brown skoraði mest fyrir Boston liðið eða 30 stig. In his first home game since setting the all-time 3PM mark, @StephenCurry30 drops 30 PTS to lift the @warriors to the dub pic.twitter.com/knTTy05PpF— NBA (@NBA) December 21, 2021 Eldri bróðir Seth, Stephen Curry, skoraði 30 stig í 113-98 sigri Golden State Warriors á Sacramento Kings í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann setti þriggja stiga metið sitt í Madison Square Garden í New York. Draymond Green náði sinni 31. þrennu á ferlinum þegar hann var með 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Það var önnur þrenna í deildinni í nótt því Dejounte Murray var með þrennu í 116-92 sigri San Antonio Spurs á útivelli á móti Los Angeles Clippers. Murray var með 24 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. Dejounte Murray náði þarna sinni sjöttu þrennu á tímabilinu og hann bætti með því félagsmet Spurs á einu tímabili sem var áður í eigu þeirra David Robinson (1993-94) og Johnny Moore (1984-85). @44Bojan, @Rudygobert27, and @Spidadmitchell combine for 67 PTS as the @utahjazz improve to 21-9 pic.twitter.com/2ybsAOEIkQ— NBA (@NBA) December 21, 2021 Rudy Gobert var síðan með tröllatvennu, 23 stig og 21 frákast, þegar Utag Jazz vann 112-102 útisigur á Charlotte Hornets. Bojan Bogandovic skoraði 23 stig og Donovan Mitchell var með 21 stig. Utah-liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu. @DeMar_DeRozan with a 6th-straight 25+ PT outing in the @chicagobulls win! pic.twitter.com/yhKEDH4RY9— NBA (@NBA) December 21, 2021 Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
Úrslit í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76ers 103-108 Golden State Warriors - Sacramento Kings 113-98 LA Clippers - San Antonio Spurs 92-116 Chicago Bulls - Houston Rockets 133-118 Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 99-102 Utah Jazz - Charlotte Hornets 112-102
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira